19.3.2009 | 11:39
Verðskuldaðir bónusar
Ég finn til með starfsmönnum Straums. Hvers eiga þeir að gjalda?, vinnandi dag og nótt, hafa að vísu fengið vel greitt fyrir það en til hvers??? Nú er allt hrunið.
Ég vona að þessir bónusar nái að halda þeim á floti í kreppunni.
Spurning hvernig William Fall fyrrv. forstjóri Straums líði þessa dagana. Smá kaldhæðni í gangi en skv. íslensk-enskri orðabók þýðir "hrun":
collapse; crash; fall; catastrophe; downfall; smash-up; ruination; overthrow; implosion;
Straumur óskar eftir greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 17:48
Loksins
Ég fagna þessu ... tók okkur Íslendinga bara soldinn tíma að fatta að þetta væri sniðugt.
Einn brandari í tilefni af þessu:
Af hverju eru ekki fleiri Tyrkir í íslenska boltanum?
Þeir myndu alltaf opna sjoppu þegar þeir fengju horn.
Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 19:25
Jón Gerald í Brennpunkt
Var einmitt að horfa á Jón Gerald tala um þetta allt í norska þættinum Brennpunkt. Fínasti þáttur, hægt að horfa hér: http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=7820
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 15:26
Brennpunkt
Hafði tekið upp þáttinn Brennpunkt um daginn sem fjallaði um Jón Ásgeir á Norska Ríkissjónvarpinu (NRK) en horfði ekki á hann fyrr en núna um helgina. Þó hann sé aðeins rúmar 15 mínútur þá sagði hann mér talsvert meira en allir íslensku fjölmiðlarnir hafa gert síðustu 2 mánuði :) Var búinn að gleyma hvað erlendir fréttamiðlar eru talsvert meira fagmannlegri en þeir innlendu.
Fíla líka svo hrikalega vel í þessum þætti þegar fréttamaðurinn fer bara beint á staðinn til að leita svara, eins og á skrifstofu Bónus, leitandi af Jóni Ásgeiri. Þegar ég bjó í Danmörku sá maður muninn en ég hef greinilega verið fljótur að gleyma. En allavega, mæli með að kíkja á þáttinn til að sjá sjónarhorn útlendinga á okkur vitleysingana á Íslandi.
Hægt er að sjá þáttinn á vefnum Kvikmynd.is:
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=7820
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 14:55
Netið í dag
Bloggar | Breytt 14.12.2008 kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)