14.12.2008 | 15:26
Brennpunkt
Hafði tekið upp þáttinn Brennpunkt um daginn sem fjallaði um Jón Ásgeir á Norska Ríkissjónvarpinu (NRK) en horfði ekki á hann fyrr en núna um helgina. Þó hann sé aðeins rúmar 15 mínútur þá sagði hann mér talsvert meira en allir íslensku fjölmiðlarnir hafa gert síðustu 2 mánuði :) Var búinn að gleyma hvað erlendir fréttamiðlar eru talsvert meira fagmannlegri en þeir innlendu.
Fíla líka svo hrikalega vel í þessum þætti þegar fréttamaðurinn fer bara beint á staðinn til að leita svara, eins og á skrifstofu Bónus, leitandi af Jóni Ásgeiri. Þegar ég bjó í Danmörku sá maður muninn en ég hef greinilega verið fljótur að gleyma. En allavega, mæli með að kíkja á þáttinn til að sjá sjónarhorn útlendinga á okkur vitleysingana á Íslandi.
Hægt er að sjá þáttinn á vefnum Kvikmynd.is:
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=7820
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.